1. Forsíða
  2. Námsefni
  3. Kári skoðar land og þjóð - Hljóðbók

Kári skoðar land og þjóð - Hljóðbók

Hala niður
  • Höfundur
  • Sigrún Helgadóttir
  • Upplestur
  • Sigrún Edda Björnsdóttir
  • Vörunúmer
  • 9983
  • Skólastig
  • Yngsta stig
  • Útgáfuár
  • 2019

Sagan Kári skoðar land og þjóð er bakgrunnur nemendabókarinnar Komdu og skoðaðu land og þjóð. Sagan er til útprentunar á vefnum með Komdu og skoðaðu bókaflokknum en hér er hún lesin af Sigrúnu Eddu Björnsdóttur.

Sagan er um strákinn Kára sem á heima á Austurlandi en dvelur hjá afa sínum og ömmu í Reykjavík á meðan foreldrar hans fara til Indlands til að sækja litla kjördóttur, systur Kára. Kári er því ferðamaður í Reykjavík og rétt eins og aðrir ferðamenn á framandi svæðum kynnir hann sér áhugaverða staði og fólkið sem þar býr. Efninu er skipt í 12 afmarkaða hluta, jafnmarga opnunum í nemendabókinni. Á hverri opnu er efnið tengt fjölmörgum þekkingar- og skilningsatriðum og mælt er með því að vel sé farið yfir hverja opnu áður en byrjað er á næstu.



Tengdar vörur