Við viljum hvetja alla skóla til þess að vinna að stærðfræðitengdum viðfangsefnum í tilefni af degi stærðfræðinnar.
Á vef Flatar, samtaka stærðfræðikennara, eru upplýsingar um fjölmörg viðfangsefni sem tilheyra þetta árið en þemað í ár er rúmfræði og stærðfræði.
Á vef Flatar má meðal annars finna tvö þemahefti: Rúmfræðiverkefni og hugmyndir og Tími og rúm en í heftunum er hafsjór af viðfangsefnum fyrir alla aldurshópa.
Góða skemmtun á degi stærðfræðinnar.