1. Forsíða
  2. Unnið að undirbúningi samræmdra könnunarprófa

Unnið að undirbúningi samræmdra könnunarprófa

Undirbúningur samræmdra könnunarprófa í 4. og 7. bekk stendur nú sem hæst hjá starfsfólki Menntamálastofnunar. Könnunarpróf í íslensku og stærðfræði verða lögð fyrir 7. bekkinga dagana 19. og 20. september en 4. bekkingar þreyta prófin dagana 26. og 27. september.

Minnt er á að skráningu stuðningsúrræða og undanþága lýkur á miðnætti fimmtudaginn 5. september en eftir það verður ekki hægt að senda inn skráningu. Skólastjórnendur taka ákvörðun um umsókn um stuðningsúrræði eða undanþágur frá prófi í samráði við forráðamenn viðkomandi nemenda.

Menntamálastofnun hefur sent skólastjórum þrjú bréf í aðdraganda prófanna með ýmsum nytsamlegum upplýsingum. Bréfin má sjá hér:

  • 2. september - Skráning stuðningsúrræða og undanþága að ljúka.
  • 22. ágúst - Upplýsingar um undirbúning, kynningarpróf og bréf til nemenda og forráðamanna.
  • 12. ágúst 2019 - Upplýsingar um opnun Skólagáttar og skráningu stuningsúrræða og undanþága.

Starfsfólk Menntamálastofnunar óskar nemendum góðs gengis í prófunum og hlakkar til góðs samstarfs við skólana.

skrifað 03. SEP. 2019.