Í bókinni eru smásögur fyrir nemendur á miðstigi. Sögurnar hafa verið lesnar upp á degi barnabókarinnar. Sögurnar segja m.a. frá mismunandi heimum, farið í heimsókn til álfa, krakkar flakka á milli ólíkra heima og gæludýrin í hverfinu funda stíft þegar nýtt dýr flytur á þúfuna þeirra.