Listin að lesa og skrifa – Orðasafnið mitt
Heftið má nota á ýmsan hátt. Það er hluti af lestrarkennsluefninu Listin að lesa og skrifa en má nota óháð því. Börnin geta m.a. safnað í það orðum með þeim bókstaf eða -stöfum sem þau eru að æfa hverju sinni. Þá geta börnin notað orðin sem fylgja lestrarspilinu til að skrifa eftir. Einnig má nota heftið til að láta barnið finna tiltekna stafi, stafi sem búið er að læra, stafinn sinn eða staf mömmu og pabba o.s.frv.