Úti að aka er þriðja bókin af átta þar sem áhersla er lögð á að æfa markvisst samhljóðasambönd í léttum og lifandi texta. Hinar bækurnar eru Leynifélagið Skúmur, Læstur inni, Á spani, Á strönd, Í gjótu, Í lofti og Hjá risaeðlu.
Í bókinni Úti að aka eru sérstaklega æfð orð með sl, slj, sm, smj, sn og snj. Samhljóðasambandssögurnar eru hluti af Smábókum Námsgagnstofnunar. Flokkurinn er ætlaður börnum sem eru að læra að lesa. Honum er skipt í fimm þyngdarstig og eru samhljóðasambandssögurnar í 3. flokki.