Smábókaflokkurinn er ætlaður börnum sem eru að ná tökum á lestri en þurfa þjálfun. Sögurnar eru fjölbreyttar og skiptast í þyngdarflokka. Reynt er að höfða til ólíkra áhugasviða með texta sem er innihaldsríkur þrátt fyrir einfalda framsetningu.Lögð er áhersla á að bækurnar höfði til tilfinninga og rökhugsunar og síðast en ekki síst til kímnigáfu lesenda. Smábækurnar eru eftir þekkta íslenska barnabókahöfunda og með litríkum og vönduðum myndskreytingum eftir okkar fremstu teiknara. Sófus og svínið er smábók í 5. þyngdarflokki samkvæmt þyngdarflokkun Menntamálastofnunar.
Í afar skrýtnu húsi í Rósarými bjó maður sem hét Sófus. Hann var mjög flinkur listmálari og verk hans þesst víða. Þeor sem sáu verkin hans ýmist hlógu eða grétu af gleði yfir því hvað falleg þau voru. Allir vildu eiga mynd eftir Sófus.
Kennsluábendingar eru innan á kápu. Bókin nýtist einnig í myndmennt.