Í bókinni Komdu og skoðaðu landnámið sem einkum er ætluð nemendum í 3.–4. bekk er fjallað um landnámið frá ýmsum hliðum. Helstu kenningar um það hvernig plöntur og dýr bárust til landsins eru skoðaðar.
Rakin er saga nokkurra landnámsmanna úr öllum landsfjórðungum og loks fjallað um helstu breytingar sem orðið hafa á náttúru Íslands fram til vorra daga.. Kennsluefnið Komdu og skoðaðu landnámið samanstendur af nemendabók og fjölbreyttu námsefni á vef með kennsluleiðbeiningum, leikjahugmyndum, verkefnum, sögum og fleiru. Við gerð efnisins var tekið mið af áherslum í námskrá í náttúrufræði og samfélagsgreinum.