Rafbók með námsbókinni Kristin trú sem er ætluð til trúarbragðafræðslu á miðstigi grunnskóla. Kristni er líkt og önnur trúarbrögð margbreytileg en hér er gerð grein fyrir lúterskri mótmælendatrú eins og hún er þekkt hér á landi. Fjallað er um hver helsti boðskapur kristninnar er og hvernig hún hefur áhrif á daglegt líf fólks, hvort sem er í hversdagsleikanum, á hátíðum eða á sérstökum gleði– eða sorgarstundum.
Ef rafbókinni er hlaðið niður þá birtist hún sem venjulegt pdf-skjal.