Tvö börn fara í heimsókn á sveitabæ og fylgjast þar með umönnun kúa. Þar sjá þau mjöltun og ýmis fleiri störf sem unnin eru í fjósi. Þau heimsækja mjólkurstöð og fylgjast með vinnsluferlinu þar sem mjólkin og ýmsar afurðir hennar eru unnar. Þá er sýnt frá slátrun nautgripa.
Fræðslumyndir Menntamálastofnunar eru aðeins til niðurhlaðs fyrir grunnskóla. Nauðsynlegt er að ip – tölur skóla séu skráðar hjá Menntamálastofnun.