Í bókinni Könnum kortin 2 fylgjumst við áfram með vinunum Ingu og Aroni, ásamt kettinum Hnoðra og hundinum Brútusi. Þau ferðast um landið með fjölskyldum sínum og læra ýmislegt nytsamlegt á leiðinni. Í Könnum kortin 2 eru verkefni sem reyna meðal annars á skilning á áttum, hnitum, mælingum, kortalestur og lestur á myndritum. Verkefnin henta best fyrir nemendur á yngsta- og miðstigi grunnskólans.