Á vefnum Landafræði tónlistarinnar gefst grunnskólanemendum færi á að kynnast framandi tónlist og menningu frá sex löndum: Kína, Krít, Spáni, Túnis, Indlandi og Tyrklandi. Áhersla er lögð á tónlistina en einnig það menningarlega samhengi sem hún er sprottin úr. Ýmis verkefni, kort, litríkar ljósmyndir, myndskeið og tónlist styðja við efnið og er meirihluti textans hljóðlesinn. Vefurinn nýtist í tónmennt sem og samfélagsgreinum.