Leikir

Úrval fjölbreyttra leikja sem henta í kennslu nemenda á mismunandi aldri. Áhersla er lögð á alhliða þroska nemenda og að þeir séu virkir stærstan hluta kennslustundar. Bókinni er skipt í fimm meginkafla: Eltingaleikir, boðleikir, hópeflis- og samvinnuleikir, eftirhermu- og hlutverkaleikir og fallhlífarleikir.

Þessi bók er hluti af kennsluefni, alls sex handbækur, sem ætlað er til notkunar við íþróttakennslu á öllum stigum grunnskólans. Kennsluefnið kemur til móts við breyttar áherslur í íþróttakennslu og markmið aðalmámskrár grunnskóla í íþróttum, líkams- og heilsurækt.