Nýtt lestrarkennsluefni fyrir byrjendur. Við gerð Lestrarlandsins var lögð áhersla á að námsefnið næði til allra þátta lestrarnámsins: hljóðavitundar, umskráningar,
lesfimi, orðaforða, lesskilnings og ritunar. Jafnframt var lögð áhersla á að koma mætti til móts við mismunandi aðferðir og áherslur í lestrarkennslunni.
Námsefnið skiptist í eftirfarandi gögn:
- Lestrarbók – innlögn. Á hverri opnu er kenndur einn bókstafur en við hlið hans er mynd af orði sem tengist stafnum.Í Lestrarlandinu eru tveir textar á opnu auk stakra orða.
- Sögubók – Sjálfstæðar sögur út frá íslenska stafrófinu.
- Hljóðbók – Sögurnar úr sögubókinni.
- Myndir úr lestrarbók sem nálgast má á vef.