Risastórar smásögur koma nú út í fimmta sinn en bókin inniheldur 20 skemmtilegar sögur eftir börn á aldrinum 6-12 ára sem sendu inn smásögu í ritunarsamkeppni á vegum KrakkaRÚV, Menntamálastofnunar og fleiri sem eru aðilar að Sögum – samstarfi um barnamenningu. Þessa fimmtu útgáfu má finna á vef Menntamálastofnunar og eru allir hvattir til að kynna sér hvernig skrifa á góða smásögu með því að lesa bókina spjaldanna á milli.
Ritstjóri Risastórra smásagna í ár var Kristín Ragna Gunnarsdóttir rit- og myndhöfundur.