Hjá Menntamálastofnun stendur til að endurnýja námsefni í íslensku á unglingastigi. Þess vegna auglýsum við eftir íslenskukennurum á því stigi í starfshóp. Hlutverk starfshópsins verður að leggja fram tillögur um gerð á nýju námsefni í samvinnu við ritstjóra.
Mikilvægt er að umsækjendur hafi kennt íslensku á unglingastigi og hafi skýra sýn á því hvert beri að stefna til framtíðar í námsefnisgerð í íslensku.
Gert er ráð fyrir að starfhópurinn taki til starfa 1. september á þessu ári og skili af sér tillögum 1. desember 2022.
Umsóknarfrestur er til 20. júní næstkomandi. Umsóknir/kynningarbréf skulu berast á netfangið [email protected] merkt starfshópur í íslensku, unglingastig og nafni umsækjanda.
Nánari upplýsingar gefa ritstjórar: Sigríður Wöhler [email protected] og Arna Guðríður Sigurðardóttir [email protected].