Menntamálastofnun hefur nú opnað kerfið þannig að nemendur geta séð hvar þeir hafa fengið skólavist.
Hægt að fara beint inn á innskráningarsíðu hér:
https://www.inna.is/framhaldsskolaumsokn/
Til þess að sjá niðurstöður innritunar þarf annað hvort að nota veflykilinn sem nemendur fengu afhentan eða nota rafræn skilríki. Einnig er hægt að nálgast veflykilinn í gegnum rafræn skilríki foreldra / forsjáraðila (leiðbeiningar inn á innskráningarsíðu).
Framhaldsskólarnir munu á næstu dögum senda út greiðsluseðla í heimabanka.