Yes we can 6 – efnið er nú allt komið út fyrir utan kennsluleiðbeiningar sem eru væntanlegar. Efnið er hluti af flokki sem inniheldur heildstætt námsefni í ensku fyrir yngsta – og miðstig en alls verða bækurnar sex talsins.
Í námsefninu er lögð áhersla á að auka hæfni nemenda til þess að nota tungumálið sem lifandi verkfæri í fjölbreyttum tilgangi og við ólíkar aðstæður. Efnistök eru úr hversdagslífi nemenda og áhersla er lögð á samfelldan texta sem höfðar til áhugasviðs þeirra ásamt fjölbreyttum verkefnum sem byggja á textanum.
Efnið samanstendur af nemendabók, verkefnabók, rafbókum og vef sem inniheldur hljóð – og hlustunarefni, gagnvirkum æfingum og kennsluleiðbeiningum sem eru væntanlegar.