Út eru komnar fjórar bækur í Varúðarbókaflokknum. Þær eru Varúð, hér býr vampíra, Varúð, hér býr norn, Varúð, hér býr jötunn og Varúð, hér býr varúlfur.
Varúðarbækurnar tilheyra nýjum lestrarflokki fyrir miðstig. Sögurnar í þessum flokki eru skrifaðar í léttum stíl og með það í huga að flestir ættu að ráða við textann. Bækurnar henta einkum þeim nemendum sem hafa átt í örðugleikum með lestur lengri texta.
Hægt er að nýta bækurnar á ýmsan máta t.d. til samlesturs, yndislesturs og einstaklingsvinnu og verkefni á rafrænu formi verða gefin út í haust.
Efnið samanstendur af nemendabók, rafbók og verkefnum.