Hér að neðan getur að líta innritunartölur í íslenska framhaldsskóla frá árinu 2015. Gögnunum hefur verið raðað eftir önnum og aldursskipt, þ.e. þeir sem eru enn í grunnskóla en njóta að einhverju leyti þjónustu í framhaldsskóla eru gulmerktir. Aðrar umsóknir skiptast síðan í 16 ára og yngri, 17 til 18 ára, 19 til 24 ára og 25 ára og eldri.
Fyrir ofan myndina eru stýringar þar sem hægt er að skoða nánar afdrif umsókna, og hvaða námsleið var sótt um, þ.e. almennt bóknám, starfsnám og undirbúningsnám. Til þess að skoða kynjadreifingu er bendillinn færður efst í hægra horn aðalmyndarinnar og þar er hægt að bora sig niður.
Gögnin voru sótt úr Innu þann 11.10.2022.