1. Forsíða
  2. Náttfiðrildi | Ný verkefni

Náttfiðrildi | Ný verkefni

Bókin Náttfiðrildi er hluti af léttlestrarflokknum Auðlesnar sögur fyrir unglingastig. Morð er framið í Reykjavík og unglingur sem á við geðræn vandamál er grunaður um verknaðinn. Höfundur bókarinnar er Stefán Máni og myndskreytingar eru eftir Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur.

Verkefni með Náttfiðrildi hafa nú bæst við verkefnapakka sem fylgir léttlestrarflokknum og eru kennarar hvattir til að skoða verkefnin sem eru á rafrænu formi til útprentunar.

Aðrar bækur í léttlestrarflokknum eru Lyginni líkast, Strákaklefinn, Fimbulvetur, Leynifundur í Lissabon, Hauslausi húsvörðurinn, Gleraugun hans Góa, Draugaljósið, Það kom að norðan og Á rás.

             

skrifað 08. DES. 2022.