Skráningar vegna næstu íslenskuprófa fyrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt hefjast 10. mars og standa til 23. apríl. Athugið að ekki er hægt að skrá sig utan skráningartímabils. Mímir – símenntun hefur umsjón með skráningu og gefur upplýsingar um íslenskuprófið. Prófgjald er 35.000kr og óendurgreiðanlegt eftir skráningu. Niðurstöður verða sendar rafrænt á netfang sem skráð er við skráningu.
Skráning í prófið er rafræn – skráning.
Prófin verða haldin sem hér segir:
Akureyri 12. maí 2023 kl. 13:00.
Egilsstaðir 12. maí 2023 kl. 13:00.
Ísafjörður 12. maí 2023 kl. 13:00.
Reykjavík frá 15. maí 2023 kl. 09:00 og 13:00.