Út eru komnar verkefnabækur með efninu Yes we can 2, 3 og 4. Bækurnar eru hluti af flokki sem inniheldur heildstætt námsefni í ensku fyrir yngsta – og miðstig en alls eru bækurnar sex talsins.
Í námsefninu er lögð áhersla á að hvetja nemendur og kennara til að tala ensku allt frá upphafi enskunáms. Nemendur læra orð, setningamynstur og tækni til að skilja og nota tungumálið. Markvisst er lögð áhersla á að efla orðaforða nemenda til að byggja góðan grunn undir áframhaldandi nám í ensku.
Yes we can efnið samanstendur af verkefnabókum (einnig rafbókum), kennsluleiðbeiningum á vef, boxum með 102 flettispjöldum, veggspjöldum fyrir orðaforðaþjálfun og vefefni fyrir nemendur og kennara.