Nú hefur aðalnámskrá leikskóla verið sett upp á rafrænu formi og má finna á vefnum adalnamskra.is. Þannig er hún orðin aðgengilegri en verið hefur en öllu efni hennar hefur verið komið fyrir á notendavænum vef.
Starfshópur mennta- og barnamálaráðuneytis vann tillögur að breytingum á köflum 7, 9 og 10 í aðalnámskrá leikskóla og skilaði um þær skýrslu í maí 2021. Í hópnum voru fulltrúar frá Félagi leikskólakennara, Félagi stjórnenda leikskóla, Grunni félagi fræðslustjóra og stjórnenda á skólaskrifstofum, Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Kennaradeildar Háskólans á Akureyri og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Breytingarnar, sem tóku gildi 1. september 2023, skýra nánar hlutverk leiksins sem námsleið leikskólans og hvernig meta megi með reglubundnum hætti, og með virkri þátttöku barna, viðhorf, líðan og stöðu þeirra.
Upptöku á kynningarfundi um breytingar á aðalnámskrá leikskóla má finna hér.