Námsefnið Vinátta (Fri for mobberi) fyrir 1.-4. bekk grunnskóla er nú komið í dreifingu hjá Menntamálastofnun og stendur öllum grunnskólum landsins til boða.
Námsefnið kemur í blárri tösku og inniheldur bangsann Blæ, 21 stk. stór samræðuspjöld, verkefnahugmyndir og leiki. Auk þess eru kennsluleiðbeiningar fyrir kennara og veggspjöld.
Innifalið í námsefninu er eins dags námskeið sem panta þarf í gegnum Barnaheill. Á námskeiðinu er fjallað um þær rannsóknir og hugmyndafræði sem Vinátta byggir á og hvernig innleiða má efnið í skólastarf.
Skólar geta pantað tvær töskur að hámarki á meðan birgðir endast.