1. Forsíða
  2. Námsefni
  3. Allt um ástina - nemendaverkefni

Allt um ástina - nemendaverkefni

Opna vöru
  • Höfundur
  • María Jónsdóttir og Thelma Rún van Erven
  • Myndefni
  • Sigmundur Breiðfjörð
  • Vörunúmer
  • 40741
  • Skólastig
  • Framhaldsskóli
  • Unglingastig
  • Útgáfuár
  • 2023
  • Lengd
  • 263 bls

Námsefnið Allt um ástina er ætlað nemendum með öðruvísi taugaþroska sem þurfa aðlagað námsefni. Efnið er hugsað til notkunar í eldri bekkjum grunnskóla og á starfsbrautum framhaldsskóla. Þá nýtist efnið einnig í fullorðinsfræðslu fyrir fatlað fólk.

Námsefnið Allt um ástina er hugsað til að efla nemendur til að vera betur í stakk búin að stunda örugg samskipti í raun- og netheimi með uppbyggjandi hætti. Efla færni til að setja öðrum mörk í samskiptum, læra leiðir til til að kynnast öðrum með náin sambönd í huga og þekkja hvað greinir á milli heilbrigðra og óheilbrigðra ástarsambanda. Auk þess að læra að hlúa betur að sjálfum sér og eigin líðan. Einnig að kynnast sér, sínum löngunum og hvað það er sem heillar í fari annarra.


Tengdar vörur