Námsefni fyrir byrjendur í skrift þar sem skriftarkennslan er tengd við stafainnlögn.
Í þessari bók, Skrift 1a, er unnið með bókstafina á, s, í, a, l, ó, r, i, ú, m, u, e, v, o, n, æ og j.
Í Skrift 1b er unnið með bókstafina f, é, h, t, g, ð, ö, b, y, ý, þ, k, d, au, p, ei, ey, x, c, z, w og q.
Auk skriftarþjálfunar er unnið með hljóðgreiningu, rím, lestur og ritun. Einnig eru í efninu skemmtilegar þrautir sem æfa sporun, skriftarhreyfingar, grunnform, fínhreyfingar o.fl. Aftast í bókinni eru leiðbeiningar til kennara en ítarlegar kennsluleiðbeiningar eru á vef.