1. Forsíða
  2. Námsefni
  3. Réttindasmiðjan - mannréttindafræðsla

Réttindasmiðjan - mannréttindafræðsla

Opna vöru
  • Höfundur
  • Hanna Borg Jónsdóttir
  • Myndefni
  • Shutterstock
  • Vörunúmer
  • 40756
  • Skólastig
  • Miðstig
  • Útgáfuár
  • 2024
  • Lengd
  • 130 bls.

Réttindasmiðjan er námsefni ætlað til kennslu í mannréttindum fyrir nemendur á miðstigi í grunnskóla.  Í efninu er meðal annars fjallað um mannréttindi, jafnrétti, fordóma, mikilvægi menntunar, sjálfsmyndina og þá eru réttindi barna samkvæmt Barnasáttmálanum skoðuð út frá mismunandi sjónarhorni. Einnig eru Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun kynnt til sögunnar og sett í samhengi við mannréttindi. Áhersla er lögð á skapandi verkefni og að nemendur læri að setja sig í spor annarra. Allt efni er tengt við hæfniviðmið aðalnámskrár.

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna stendur vörð um börn og réttindi þeirra og í þessu efni skoða nemendur réttindi sín samkvæmt Barnasáttmálanum og setja þau í samhengi við daglegt líf.