Í bókinni Í vali eru bókstafirnir í, ó, s, á, l, a, i, r, ú, m, u, v og e æfðir ásamt orðmyndunum og, ekki, sagði og ég.
Bókin er hluti af lestrarkennsluefninu Listin að lesa og skrifa og nr. 4aí röð tuttugu og fjögurra lítilla lestrarbóka. Efnið skiptist að öðru leyti í fjórar vinnubækur, litlu lestrarbækurnar, örbækur, lesspil, kennsluleiðbeiningar, verkefni á vef o.fl. Það er fyrir byrjendur í lestri og byggist fyrst og fremst á hljóðaaðferð. Lögð er áhersla á hæga stígandi, myndræna framsetningu, skipuleg vinnubrögð og endurtekningu. Allur texti er án samhljóðasambanda með greinilegu letri og góðu línubili.