Einmitt, Lærum íslensku 1c er þriðja bók af þremur fyrir fyrsta hæfnistig í íslensku sem öðru tungumáli. Miðað er við að bókin sé kennd á unglingastigi en hún getur einnig nýst á öðrum skólastigum. Námsefnið er grunnefni í ÍSAT byggt á hæfniviðmiðum úr aðalnámskrá grunnskóla. Með námsefninu er hægt að þjálfa öll hæfnisvið tungumálanáms: hlustun, tal, ritun og lestur. Auk þess eru málfræðikaflar bæði í lesbók og verkefnabók. Efnið samanstendur af lesbók, verkefnabók, hlustunarefni, hljóðbók og kennsluleiðbeiningum á vef.
