Línur, horn, hringir, þríhyrningar og ferningar Í þessari mynd er sýnt á skemmtilegan hátt hvar finna má hluti með mismunandi formi og lögun. Myndskeið úr daglegu lífi og venjulegu umhverfi okkar sýna hvar þessi form er að finna og tölvutækni er nýtt til þess að gæða þau auknu lífi. Af myndinni læra áhorfendur að þekkja hvert einstakt form og hvernig það myndast. Þvermál, geisli og ummmál eru aðeins fáein hugtök sem áhorfandinn kynnist. Fræðslumyndir Menntamálastofnunar eru aðeins til niðurhlaðs fyrir grunnskóla. Nauðsynlegt er að IP – tölur skóla séu skráðar hjá stofnuninni.