Suður-Asía er svæði leyndardóma og undra sem hefur flutt með sér auðugan arf frá fornum tíma inn í síbreytilegan nútíma. Í myndinni eru sýnd dæmi um fjölbreytilega menningu ríkja á þessu svæði. Dansinn er forn menningararfleifð en kvikmyndaiðnaðurinn nútímalistform. Fjallað er um hindúasið og islam sem eru ríkjandi trúarbrögð. Loftslag hefur áhrif á bæði menningu og atvinnuhætti en landbúnaður er mikilvægasta atvinnugreinin og landið sjálft mesta auðlindin.
Fræðslumyndir Menntamálastofnunar eru aðeins til niðurhlaðs fyrir grunnskóla. Nauðsynlegt er að IP – tölur skóla séu skráðar hjá stofnuninni.