1. Forsíða
  2. Skólastig
  3. Leikskólar
  4. Handbók um velferð og öryggi barna í leikskólum

Handbók um velferð og öryggi barna í leikskólum

Handbókin er unnin í samvinnu mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Herdísar Storgaard og Þorláks Helga Þorlákssonar með stoð í lögum um leikskóla nr. 90/2008 og reglugerð um starfsumhverfi leikskóla nr. 655/2009.
 

Fyrir hvern?
Handbókin er ætluð sveitarstjórnum, rekstraraðilum, skólastjórnendum, kennurum og öðrum sem starfa í leikskólum til stuðnings við gerð öryggishandbókar, öryggisáætlana og viðbragðsáætlana fyrir leikskóla. Handbókina má nýta í heild sinni eða nýta þá þætti sem henta hverju sinni. Mikilvægt er að í öryggishandbók fyrir starfsfólk leikskóla sé tæpt á öllum þeim þáttum sem koma fram í handbók þessari.

Handbókinni er skipt í 10 meginkafla 
Hverjum meginkafla er síðan skipt í undirkafla til að auðvelda leit að sértækum þáttum. Meginkaflar handbókarinnar eru:

  1. Lög, reglugerðir og námskrár sem gilda um leikskóla
  2. Velferð barna og ungmenna
  3. Netöryggi
  4. Slysavarnir og líkamlegt öryggi
  5. Öryggi í námsumhverfi
  6. Eftirlit
  7. Öryggi í ferðum á vegum grunnskóla
  8. Slys
  9. Almannavarnir og viðbrögð við eldvörnum og náttúruvá
  10. Áhugavert lesefni og viðaukar

Handbók um velferð og öryggi barna í leikskólum

Handbók um velferð og öryggi barna í grunnskólum