REFERNET - upplýsinganet

REFERNET er upplýsinganet sem hefur það markmið að auka söfnun og miðlun upplýsinga um starfsmenntun í Evrópu. Öll lönd Evrópska efnahagssvæðisins taka þátt í þessu samstarfi og hafa tengiliðir í hverju landi það hlutverk að afla upplýsinga um nýjungar í samstarfsmenntun í sínu land og að koma þeim til Cedefop (miðstöðvar Evrópusambandsins um þróun starfsmenntunar).

Cedefop var sett á laggirnar 1975 og hefur það hlutverk að veita upplýsingar um og greiningu á starfsmenntakerfum í Evrópulöndum, stefnumótun, rannsóknum og útfærslu. Stofnunin skrifar síðan heildarskýrslur um stöðu starfsmenntunar innan Evrópu og stefnumótun sem tengist starfmenntun á beinan eða óbeinan hátt. Skýrslur hvers lands eru birtar á vef stofnunarinnar og þar má meðal annars finna skýrslur um starfsmenntamál á Íslandi.

Refernet var sett á stofn af Cedefop til að mæta vaxandi spurn eftir upplýsingum til að auðvelda samanburð á þróun og mismunandi stefnumótun aðildarríkjanna.