1. Forsíða
  2. SCQ - Spurningalisti um félagsleg samskipti

SCQ - Spurningalisti um félagsleg samskipti

Matstækið var áður þekkt sem Autism Screening Questionnaire (ASQ) (Berument, Rutter, Lord, Pickles, Bailey, 1999). 
Þetta stutta mælitæki hjálpar við mat á samskiptafærni og félagslegri virkni meðal barna sem gætu verið með einhverfu eða raskanir á einhverfurófi. Listinn er fylltur út af foreldri eða öðrum umsjónaraðila og tekur minna en 10 mínútur að fylla hann út. 

SCQ skimar einungis fyrir einkennum einhverfu og hjálpar því aðeins fagmönnum að taka ákvörðun um það hvort eigi að vísa barni í greiningu á einhverfuröskun eður ei. Spurningalistann er hægt að nota til að meta hvern sem er yfir 4 ára aldri að því tilskyldu greindaraldur viðkomandi er yfir 2 ár. 

Listinn er til í tveimur útgáfum: æviskeiðsútgáfu og útgáfu fyrir núverandi hegðun. Hvor spurningalistinn samanstendur af 40 spurningum sem svarað er neitandi eða játandi. Báðar útgáfurnar er hægt að leggja í hendur foreldris sem getur svarað án hjálpar fagaðila. 

Þar sem SCQ er stutt og auðvelt í fyrirlögn og tiltölulega ódýrt gefur það fagfólki og kennurum tækifæri til að skima kerfisbundið eftir einkennum einhverfurófsraskana sem veitir færi á snemmíhlutun þegar á við (Rutter, Bailey, Berument, LeCouteur, Lord & Pickles, 2003).

Menntamálastofnun hefur hætt dreifingu á prófgögnum þar sem samningar við erlenda aðila hafa runnið út.