1. Forsíða
  2. Séraðstæður í prófi hjá 4. og 7. bekk 2019

Séraðstæður í prófi hjá 4. og 7. bekk 2019

0.1 Veflás verður ekki notaður

Menntamálastofnun hefur ákveðið að nota ekki veflás í könnunarprófunum hjá 7. og 4. bekk nú í september. Ástæðan fyrir þessu er að Apple hefur uppfært iOS-stýrikerfið og veflásar sem í boði eru geta ekki spilað hljóðskrár. Vegna þessa er farsælast að sleppa notkun á veflás og fyrirbyggja hnökra í próftöku. Hlekkurinn inn á prófið á heimasíðu Menntamálastofnunar  vísar nemendum inn í próf án vefláss. Við mælumst til þess að skólar noti ekki flýtileiðir (e. shortcut) inn á prófið heldur noti hlekkinn sem er á vef Menntamálastofnunar.  

0.2 Yfirseta

Eins og áður þarf að fylgjast með nemendum. Mikilvægt er að veita nemendum góðan stuðning og vera til staðar fyrir þá. Þar sem veflás verður ekki notaður getur þurft að fylgjast betur með að nemendur fari ekki inn á aðrar vefsíður utan prófakerfisins eða noti vasareikni í stýrikerfi tölvunnar. Þetta er einkum mikilvægt í upphafi stærðfræðiprófsins þar sem nemendur eiga að sýna færni sína í reikningi án stuðnings reiknivéla. Gott að minna nemendur á að þeir komast ekki aftur inn í fyrsta hlutann þegar þeir hafa lokið honum um leið og ítrekað er að þeir mega ekki nota reiknivél í þeim hluta.  

0.3 Atriði í leiðbeiningum um uppsetningu og notkun á veflás eiga ekki við vegna þessarar breytingar

Þar sem veflás verður ekki notaður eiga atriði sem lúta að uppsetningu og notkun hans ekki við.