Skapandi skrif

 

Fræðslu- og hvatningarmyndbönd um skapandi skrif ásamt plakötum. 

Í nútímasamfélagi er áherslan á skapandi vinnubrögð og skapandi hugsun sífellt mikilvægari. Með því að leika sér að tungumálinu og leika sér að því eflast einstaklingar, bæði hvað varðar eigin sköpunarmátt og færni í íslenskri tungu. Markmiðið með myndböndunum er að setja fram nokkur einföld en öflug sannleikskorn um sköpunina: Það að allir kunni að segja sögur og séu skaparar. Að sköpun sé skemmtilegur leikur og það að sköpun snúist minna um að hugsa og meira um að gera.

Hægt er að nýta myndböndin í fjölbreyttum tilgangi, t.a.m, í kennslustofunni. Þá gæti hentað vel að hefja kennslustund í skapandi skrifum á því að horfa með bekknum á eitt myndband. Nemendur og kennari ræða um efni myndbandsins og gera upphitunaræfingar út frá efni þess áður en byrjað er á skrifum. Kennarar geta einnig nýtt sér myndböndin til að efla eigið sjálfstraust í kennslu í skapandi skrifum.