Til baka í efnisyfirlit
Til að skrá sig inn í Skólagáttina þarf að notast við rafræn skilgríki eða íslykil.
Farið er inn á skolagatt.is og í hægra horni er innskráning sem tekur þig yfir á island.is síðu.
Af hverju verð ég að nota rafræn skilríki?
Til að við getum auðkennt notendur, veitt kennurum og skólastjórnendum aðgang að réttum upplýsingum til að tryggja persónuvernd. Auk þess verðum við að geta fylgst með breytingum sem verða á skráningum í Skólagátt út frá persónuverndar (GDPR) reglugerðum.
Að vinna í Skólagáttinni
Í skólagáttinni eru tvö hlutverk: Skólastjórnandi og kennari.
Skólastjórnandi hefur full réttindi yfir skólanum sem hann er skráður á. Skólastjórnandi getur bætt við nemendum, kennurum og búið til bekki, auk þess getur skólastjórnandi eytt öðrum stjórnendum, kennurum og bekkjum.
Kennarar hafa aðeins aðgang að þeim nemendum sem eru skráðir í þeirra bekki. T.d getur kennari í 4. bekk ekki haft aðgang að upplýsingum um nemanda í 10. bekk.
Kennarar geta bætt nemendum í bekkina sína og fjarlægt nemendur úr bekkjunum.
Í Skólagáttinni eru niðurstöður úr Lesferilsprófunum settar inn og mælaborð fyrir Lesferill aðgengilegt ásamt niðurstöðum einstakra nemenda.
Í Skólagáttinni eru stuðingsúrræði fyrir Samræmdu könnunarprófin skráð, niðurstöður þeirra birtar og sýnipróf fyrir hvern nemanda birt.