Sögur er samstarfsverkefni Menntamálastofnunar, KrakkaRÚV og samtakanna Sögur - samtök um barnamenningu. Markmið samstarfsins er að framleiða efni er hvetur krakka á aldrinum 6 - 12 ára til aukins lestur og skapandi skrifa.
RISAstórar smáSögur - í þessari rafbók birtast sögur 34 barna sem sendu smásögu inn ritunarsamkeppni á vef KrakkaRÚV. Alls sendu um 100 börn inn sögu.
Frá október 2017 fram í apríl 2018 birtust skemmtileg og fræðandi myndbönd í KrakkaRÚV bæði í sjónvarpi og á vefsvæði. Þar fá krakkar leiðsögn í skapandi skrifum, taka viðtöl við rithöfunda og fjalla um barna- og unglingabækur. Fjölbreyttar fyrirmyndir í íslensku samfélagi munu einnig segja okkur frá bókum sem hafa haft áhrif á þau.
SÖGUR – verðlaunahátíð barnanna fór fram í fyrsta sinn í Eldborgarsal Hörpu sunnudaginn 22. apríl. Um 2.000 börn á aldrinum 6-12 ára kusu þar sitt uppáhaldsefni á sviði tónlistar, bókmennta, sjónvarps og leikhúss, auk þess sem skapandi börn voru verðlaunuð.