Sögur - samstarf MMS og KrakkaRÚV

Sögur er samstarfsverkefni Menntamálastofnunar, KrakkaRÚV og samtakanna Sögur - samtök um barnamenningu. Markmið samstarfsins er að framleiða efni er hvetur krakka á aldrinum 6 - 12 ára til aukins lestur og skapandi skrifa.

RISAstórar smáSögur - í þessari rafbók birtast sögur 34 barna sem sendu smásögu inn ritunarsamkeppni á vef KrakkaRÚV. Alls sendu um 100 börn inn sögu. 

Frá október 2017 fram í apríl 2018 birtust skemmtileg og fræðandi myndbönd í KrakkaRÚV bæði í sjónvarpi og á vefsvæði. Þar fá krakkar leiðsögn í skapandi skrifum, taka viðtöl við rithöfunda og fjalla um barna- og unglingabækur. Fjölbreyttar fyrirmyndir í íslensku samfélagi munu einnig segja okkur frá bókum sem hafa haft áhrif á þau.

Sendu okkur sögu - Ritunarsamkeppnir fyrir 6-12 ára:

  • Trix – Að skrifa sögu – Markús Már Efraím er kennari í skapandi skrifum. Hann kennir okkur 5 TRIX til að skrifa sögu og nú er bara að ná í blað og blýant og byrja að skrifa - þetta er nefnilega ekkert svo mikið mál. 
  • Útvarpsleikrit – Viltu heyra söguna þína í Útvarpsleikhúsinu? Tíu handrit verða valin og mun Útvarpsleikhúsið framleiða 5 útvarpsleikrit eftir krakka á yngsta stigi grunnskóla og 5 útvarpsleikrit eftir krakka á miðstigi. 

Leikritin voru tekin upp í Stúdíó 12 – útvarpsleikritastúdíóinu!  

  • Leikrit - Viltu sjá söguna þína lifna við á leiksviði?

Skrifaðu 15 blaðsíðna handrit, það má vera um hvað sem er. Valin verða tvö verk, annað frá höfundi á yngra stigi grunnskóla og hitt frá höfundi á miðstigi. Borgarleikshúsið ætlar að sviðsetja verðlaunaleikritin, með atvinnuleikurum.

  • Smásaga – Viltu eiga sögu í rafbók?

Við skorum á þig að skrifa 250-400 orða sögu. Sagan má vera um hvað sem er - gerast hvar sem er - vera um hverja sem er og það má hvað sem er gerast í sögunni. Þú ert rithöfundurinn! Valdar sögur koma út í rafbók sem Menntamálastofnun gefur út. 

  • Stuttmynd - Viltu sjá söguna þína lifna við í Stundinni okkar?  

 

Myndbönd

Sögur – rithöfundaspjall

– Í þáttunum spjalla bókaormar KrakkaRÚV við íslenska barnabókarithöfunda.