1. Forsíða
  2. Tölfræði rafrænnar ferilbókar

Tölfræði rafrænnar ferilbókar

 

Á mynd 1 getur að líta helstu tölur varðandi stofnaðar rafrænar ferilbækur frá upphafi eða frá 01.08 2021 til 31.12. 2022. Stofnaðar ferilbækur eru flokkaðar eftir atvinnugreinum og tölur í súlum standa fyrir fjölda nemenda með rafrænar ferilbækur. Dökkblátt = kvk; ljósblátt = kk; gulur annað.

Á mynd 2 getur að líta helstu tölur varðandi óvirkar/virkar rafrænar ferilbækur frá upphafi eða frá 01.08 2021 til 31.12. 2022. Virkar og óvirkar ferilbækur eru flokkaðar eftir atvinnugreinum og tölur í súlum standa fyrir fjölda virkra og óvirkra ferilbóka í viðkomandi atvinnugrein. Ljósblár stendur fyrir óvirkar ferilbækur en dökkblár fyrir virkar ferilbækur. Ferilbók er óvirk ef valið tímabil er alfarið fyrir utan tímabil ferilbókar (byrjunar- og lokadagsetningu). Annars er ferilbók virk.

Með því að smella á súluritið er hægt að kalla fram staðsetningu vinnustaða sem eru með skráðar rafrænar ferilbækur. Stærð punkta sem sýna staðsetningu vinnustaða endurspegla jafnframt fjölda þeirra. Hægt er að sjá nákvæman fjölda með því að setja músina yfir viðkomandi punkt.

Mynd 3 sýnir helstu tölur varðandi fjölda fyrirtækja með rafrænar ferilbækur í viðkomandi grein, meðaltíma rafrænna ferilbóka í vikum í viðkomandi grein og meðallengd samningstíma eftir starfsgreinum.

Samkvæmt reglugerð um vinnustaðanám 180/2021 ræðst lengd vinnustaðanáms hjá iðnmeistara/fyrirtæki/stofnun af hæfni nemandans en haldið er utan um hæfniþætti starfsins í rafrænni ferilsbók. Vinnustaðanámi telst lokið þegar nemandinn hefur, að mati iðnmeistara/fyrirtækis/stofnunar og umsjónarmanns skóla, náð öllum hæfniþáttum og þar með þeirri hæfni sem tilskilin er. Vinnustaðanám getur því verið mismunandi langt hjá nemendum en þó aldrei lengra en skipulagt nám kveður á um.

Þar sem stutt er síðan rafræna ferilbók var tekin í notkun er ekki víst að upplýsingar um meðaltíma rafrænna ferilbóka eftir atvinnugreinum sýni nákvæma niðurstöðu raunverulegs vinnustaðanáms. Ástæðan er að í einstaka tilfellum gat hluti vinnustaðanáms átt sér stað fyrir tíma rafrænna ferilbóka og/eða áður en rafræn ferilbók var stofnuð. Það sama á við um samningstíma eftir starfsgreinum. Þessar tölur verða hins vegar nær rauntíma vinnustaðanáms eftir því sem fram líða stundir.