1. Forsíða
  2. 9. Uppbygging prófanna

9. Uppbygging prófanna

 

9.1 Uppbygging á samræmdu könnunarprófi í íslensku í 4. bekk

Vægi prófhluta samræmds könnunarprófs í íslensku í 4. bekk

Námsþáttur

vægi í heildareinkunn

fjoldi lestexta

fjöldi prófatriða

Lesskilningur

75%

4

40

Málnotkun

25%

-

10

Prófverkefni taka mið af aðalnámskrá grunnskóla og miðast við hæfniviðmið við upphaf 4. bekkjar. Prófið er rafrænt og tekur 70 mínútur.

Lesskilningur

Mat byggir á lestri fjölbreyttra en stuttra texta (sögur, fræðsluefni, töflur, kort, línurit og myndir) og fjölvalsspurningum um innihald þeirra. Tíu fjölvalsspurningar fylgja hverjum texta.

Allir lestextar verða lesnir upp sem hluti lestrarstuðnings.

Málnotkun

Mat á kunnáttu á tungumáli og beitingu þess, t.d. andheiti, samheiti, samsett orð, orðskilningur og málbeiting.

9.2 Uppbygging á samræmdu könnunarprófi í stærðfræði í 4. bekk

Vægi prófhluta samræmds könnunarprófs í stærðfræði í 4. bekk.

Námsþáttur

vægi í heildareinkunn

fjöldi prófatriða

Reikningur og aðgerðir

50%

16

Rúmfræði og mælingar

25%

8

Tölur og talnaskilningur

25%

8

Prófið tekur mið af aðalnámskrá grunnskóla, einkum 1. til 3. bekkjar. Prófið er rafrænt og tekur 70 mínútur. Verkefnagerðir: Hefðbundin reikningsdæmi, orðadæmi, fjölvalsspurningar og eyðufyllingar.

Í fyrri hluta prófs eru sex dæmi.

Reiknivél er innbyggð í rafræna prófakerfið og er aðgengileg þar sem notkun er heimil. Nemendur mega mæta með eigin vasareikna í próf eða nýta vasareikni sem skólinn útvegar þeim. Þess skal þó gætt að símar séu ekki nýttir í þeim tilgangi. Nota má forritanlega vasareikna með því skilyrði að þeir séu endurræstir bæði fyrir og eftir próf. 

Reikningur og aðgerðir

Mat á kunnáttu nemenda metin í samlagningu, frádrætti, margföldun og deilingu.

Rúmfræði og mælingar

Mat á kunnáttu nemenda í mælingum, lausnum einfaldra rúmfræðiþrauta og þekkingu á algengum hugtökum tengdum rúmfræði.

Tölur og talnaskilningur

Í þessum námsþætti er talnaskilningur nemenda metinn svo og lestur úr myndritum og töflum.

9.3 Uppbygging á samræmdu könnunarprófi í íslensku í 7. bekk

Vægi prófhluta samræmds könnunarprófs í íslensku í 7. bekk.

Námsþáttur

vægi í heildareinkunn

fjöldi texta

fjöldi prófatriða

Lestur

62,5%

4

40

Málnotkun/málfræði

37,5%

-

15

Prófverkefni taka mið af aðalnámskrá grunnskóla. Innihald prófsins miðast við hæfniviðmið við upphaf 7. bekkjar. Prófið er rafrænt og tekur 80 mínútur.

Lesskilningur

Mat byggir á lestri fjölbreyttra en stuttra texta (sögur, fræðsluefni, töflur, kort, línurit og myndir) og fjölvalsspurningum um innihald þeirra. Tíu fjölvalsspurningar fylgja hverjum texta.

Allir lestextar verða lesnir upp sem hluti lestrarstuðnings.

Málnotkun

Undir námsþáttinn falla orðskilningur, orðflokkar, fallbeyging, sagnorð, lýsingarorð, nafnorð, rétt notkun máls, orðtök og málshættir.

Frammistaða nemenda á þessum námsþætti gefur vísbendingu um málþroska þeirra og málfræðikunnáttu.

Verkefni byggja á viðmiðum aðalnámskrár fyrir 7. bekk og á greiningu námsbóka handa nemendum í 4. - 6. bekk.

 

9.4 Uppbygging á samræmdu könnunarprófi í stærðfræði í 7. bekk

Vægi prófhluta samræmds könnunarprófs í stærðfræði í 7. bekk.

Námsþáttur

vægi í heildareinkunn

fjöldi prófatriða

Reikningur og aðgerðir

50%

20

Rúmfræði og mælingar

25%

10

Tölur og talnaskilningur

25%

10

Verkefnin taka mið af aðalnámskrá grunnskóla og miðast efni prófsins við þau atriði í aðalnámskrá sem eiga sér hliðstæðu í stærðfræðinámsefni fyrir 4. - 6. bekk. Verkefnagerðir: Hefðbundin reikningsdæmi, orðadæmi, fjölvalsspurningar og eyðufyllingar.

Í fyrri hluta prófs eru tíu dæmi.

Reiknivél er innbyggð í rafræna prófakerfið og er aðgengileg þar sem notkun er heimil. Nemendur mega mæta með eigin vasareikna í próf eða nýta vasareikni sem skólinn útvegar þeim. Þess skal þó gætt að símar séu ekki nýttir í þeim tilgangi. Nota má forritanlega vasareikna með því skilyrði að þeir séu endurræstir bæði fyrir og eftir próf.

Reikningur og aðgerðir

Mat lagt á kunnáttu nemenda í samlagningu, frádrætti, margföldun og deilingu.

Rúmfræði og mælingar

Mat á kunnáttu nemenda í rúm- og flatarmálsfræði auk mælinga.

Tölur og talnaskilningur

Mat á kunnáttu nemenda í tölfræði og líkindum.