1. Forsíða
  2. Námsefni
  3. Veftorg námsgreina

Veftorg námsgreina

Það eru til veftorg í upplýsingatækni, kynfræðslu og rafbækur eru með sitt svæði. Veftorgin eru byggð þannig upp að inn á þau er búið að safna öllu efni sem tengist námsgrein á ákveðnu- eða öllum aldursstigum. 

 

  • Kynfræðslutorg – Vefur fyrir kennara

    Veftorg þar sem finna má allt efni til kynfræðslu sem til er á rafrænu formi hjá Menntamálastofnun. Fræðslumyndin Forfallakennarinn er á veftorginu. 

    Opna Kynfræðslutorg

  • Rafbókaskápurinn

    Rafbókaskapurinn er safnvefur þar sem allar rafbækur Menntamálastofnunar er að finna. Á vefnum eru:

    • Rafbækur sem hægt er að fletta á vef, stækka letur eða hlaða þeim niður sem pdf-skjali. 
    • Gagnvirkar rafbækur þar sem notandi getur valið um ýmsar aðgerðir eins og að hlusta á texta, skoða myndir sem ekki eru í prentaðri útgáfu, fá upp orðskýringar, horfa á myndbúta og hlusta á tónlist.

    Opna Rafbókaskápinn

  • Smábókaskápurinn - Gagnvirkar rafbækur

    Á vefnum má velja á milli nokkurra smábóka sem allar hafa komið út hjá Námsgagnastofnun. Markmiðið er að þjálfa lestur, efla lesskilning og lestraráhuga og gefa börnum á yngsta stigi grunnskólans tækifæri til að nota tölvu sér til gagns og á skipulegan hátt.  Börnin geta ýmist lesið textann beint eða hlustað og fylgst með honum fyrst og lesið svo sjálf.
    Á hverri blaðsíðu eru spurningar úr textanum og lítið verkefni sem ýmist reynir á að raða stöfum rétt í orð (undirbúningur undir stafsetningu) eða raða orðum í setningu (lesskilningur), finna samheiti og andheiti og orð sem passa saman (orðaforði).

    Opna Smábókaskápinn