1. Forsíða
 2. Bæta við nemenda/nemendum

Bæta við nemenda/nemendum

Til baka í efnisyfirlit

Tilfærsla nemenda á milli og í skóla er aðgerð sem aðeins þeir sem skráðir eru í hlutverk skólastjórnenda geta gert.
Þegar bæta þarf við nemendum í Skólann, hvort sem það eru nemendur sem hafa ekki áður verið skráðir í skóla á Íslandi, eða nemendur sem eru að færast á milli skóla þarf að smella á Nemendur í valstikunni og þar aftur á Nemendur.

Þar birtist listi yfir alla skráða nemendur í skólanum. Þar er hægt að ýta á Plúsinn og velja i:
Bæta við nemanda
Bæta við nemendum

 • Bæta við einum nemanda

  Þegar einum nemanda er bætt við þar að skrá nafn nemandans, kennitölu og hvaða árgangi nemandi fylgir.
  t.a.m er ef 2010 árgangurinn er í 6. bekk núna, ef nemandi er ári á undan, þá myndi sá nemandi fylgja 2010 árgangnum.
  Ef nemandi er þegar skráður í skólagátt er nóg að skrá kennitölu og þá fyllist út restin af upplýsingunum

  svo þarf að muna að vista

 • Bæta við nemendum

  Þegar bæta á við mörgum nemendum þarf að hlaða þá upp með Excel skjali.
  Hægt er að sækja forsniðið skjal sem er rétt upp sett (sjá þar sem rauða örin bendir)
  Tryggja þarf að kennitölur séu rétt upp settar (með núlli fyrir framan þar sem við á), að árgangur sé skráður, en ekki bekkur, að engin bandstrik séu í kennitölu og að dálkar heiti réttum nöfnum:
  Kennitala - Nafn - Árgangur

  Ef vandamál koma upp með kennitölur því núll hverfur fyrir framan má reyna að breyta dálk í texta í excel, eða setja úrfellingar kommu fyrir framan, þá túlkar excel þetta sem texta '021111635 og á þá úrfellingar komman að hverfa og grænn þríhyrningur að birtast í vinstra horni reitsins.