1. Home
  2. Breyting á umsóknarferli leyfisbréfa

Breyting á umsóknarferli leyfisbréfa

Menntamálastofnun hefur umsjón með útgáfu leyfisbréfa fyrir kennara, bókasafns- og upplýsingafræðinga og náms- og starfsráðgjafa en sú breyting hefur orðið á að nú er umsóknarferlið rafrænt. Rafræn skilríki eru nauðsynleg við innskráningu og til undirritunar umsóknar.

Menntamálastofnun hefur falið þeim háskólum sem mennta og útskrifa kennara útgáfu leyfisbréfa þeim til handa. 

Ný lög um menntun, hæfni og ráðningu, kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla nr. 95/2019 tóku gildi 1. janúar 2020. Samkvæmt þeim er gefið út eitt leyfisbréf kennara en ekki aðgreint á milli skólastiga eins og fyrri lög kváðu á um.

Ekki verða gefin út ný leyfisbréf til þeirra sem hafa fengið leyfisbréf leik, grunn- og framhaldsskólakennara fyrir gildistöku nýju laganna. Kennarar með áður útgefin leyfisbréf hafa því kennsluréttindi á leik-,  grunn- og framhaldsskólastigi með sérhæfingu á því skólastigi sem fyrri kennsluréttindi tóku til.

Við gildistöku laga nr. 95/2019 féllu úr gildi lög um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda nr. 87/2008.

Leyfisbréf / leyfisveitingar

skrifað 06. JAN. 2020.