1. Forsíða
  2. Þjónusta
  3. Leyfisbréf/Leyfisveitingar

Leyfisbréf/Leyfisveitingar

Information on licence applications in English

Leyfisbréf kennara 

Lög um menntun, hæfni og ráðningu, kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla nr. 95/2019 öðluðust gildi 1. janúar 2020. Við gildistöku laga nr. 95/2019 féllu úr gildi lög um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda nr. 87/2008.

Samkvæmt lögum nr. 95/2019 er gefið út eitt leyfisbréf kennara en ekki aðgreint á milli skólastiga eins og fyrri lög kváðu á um. Áður útgefin leyfisbréf leik-, grunn- og framhaldsskólakennara uppfylla skilyrði fyrir leyfisbréfi með sérhæfingu á því skólastigi sem fyrri kennsluréttindi tóku til. Ekki verða gefin út ný leyfisbréf til þeirra sem hafa fengið leyfisbréf leik-,  grunn- og framhaldsskólakennara fyrir gildistöku laga nr. 95/2019. Kennarar með áður útgefin leyfisbréf hafa því kennsluréttindi á leik-,  grunn- og framhaldsskólastigi með sérhæfingu á því skólastigi sem fyrri kennsluréttindi tóku til.

Menntamálastofnun hefur umsjón með útgáfu leyfisbréfa. Með umsókn þurfa að fylgja gögn um grunnnám t.d BS/BA, diplómur og meistaranám sem ráðherra viðurkennir til kennslu á leik,- grunn,- og framhaldskólastigi. Prófskírteini og yfirlit yfir námsferla eru nauðsynleg gögn til að hægt verði að afgreiða umsóknir. Ekki verður tekið við umsóknum nema að öll gögn fylgi umsókn og verða gögnin að vera í pdf formi. Umsóknaferlið er rafrænt. Rafræn skilríki eru nauðsynleg við innskráningu og til undirritunar umsóknar. Menntamálastofnun hefur falið þeim háskólum sem mennta og útskrifa kennara útgáfu leyfisbréfa þeim til handa.

Rétt til þess að nota starfsheitið kennari hefur sá einn sem hefur leyfisbréf. Til að öðlast leyfisbréf kennara þarf umsækjandi að hafa lokið meistaraprófi eða öðru námi sem jafngildir meistaraprófi og ráðherra viðurkennir sem kennslu á leik - grunn eða framhaldsskólastigi. Auk þess þarf umsækjandi að búa yfir almennri hæfni, sbr. 4. gr., og hafa að lágmarki 60 staðlaðar námseiningar í uppeldis – og kennslufræði og sérhæfingu skv. 5. gr. laga nr. 95/2019.

Símatími vegna starfsleyfa kennara er alla virka daga frá kl. 10:00 - 11:00. Símanúmer er 514-7500. 

Lög um menntun, hæfni og ráðningu, kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla nr. 95/2019.

Leyfisbréf náms- og starfsráðgjafa

Formaður matsnefndar og starfsmaður er Guðný Ásta Snorradóttur, [email protected].
Símatími matsnefndar er alla virka daga frá kl. 10:00 - 11:00. Símanúmer er 514-7500. 

Lög um náms- og starfsráðgjafa nr. 35/2009

Leyfisbréf bókasafns- og upplýsingafræðinga

Lög um bókasafnsfræðinga nr. 97/1984

Umsóknarvefur starfsleyfa