1. Forsíða
  2. Þjónusta
  3. Leyfisbréf/Leyfisveitingar

Leyfisbréf/Leyfisveitingar

Umsóknarferlið getur tekið 4 - 12 vikur 

Menntamálastofnun hefur ekki aðgang að neinum gagnaveitum frá háskólum á Íslandi því er mikilvægt að umbeðin gögn séu við hendi þegar sótt er um starfsleyfi kennara. Vinsamlegast sendið inn öll umbeðin skjöl, það flýtir fyrir afgreiðslu starfsleyfis. Skila þarf inn: brautskráningarskírteini BA/BS/B.ed , brautskráningarskírteini meistaranám og brautskráningaryfirlit allra námsgráða. Brautskráningaryfirlit sýnir öll námskeið, einingar og einkunnir á brautskráðum ferli. ATHUGIÐ að ekki er tekið við ljósmynd af gögnum, gögnin þurfa að vera skönnuð inn á pdf formi.

Leyfisbréf kennara

Réttur til að kalla sig kennara og starfa sem slíkur hér á landi, er skilgreindur í lögum nr. 95/2019 um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla og einnig skilyrði til að hljóta starfsleyfi. 

Lög 95/2019 tóku gildi 1. janúar 2020. Við gildistöku laganna féllu úr gildi lög um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda nr. 87/2008. 

Samkvæmt lögum nr. 95/2019 er gefið út eitt leyfisbréf kennara en ekki aðgreint á milli skólastiga eins og fyrri lög kváðu á um. Áður útgefin leyfisbréf leik-, grunn- og framhaldsskólakennara uppfylla skilyrði fyrir leyfisbréfi með sérhæfingu á því skólastigi sem fyrri kennsluréttindi tóku til. 

Ekki verða gefin út ný leyfisbréf til þeirra sem hafa fengið leyfisbréf leik-,  grunn- og framhaldsskólakennara fyrir gildistöku laga nr. 95/2019. Kennarar með áður útgefin leyfisbréf hafa því kennsluréttindi á leik-,  grunn- og framhaldsskólastigi með sérhæfingu á því skólastigi sem fyrri kennsluréttindi tóku til. 

Starfsleyfi 

Samkvæmt lögum nr. 95/2019 skal veita leyfisbréf kennara: 

  • Umsækjanda sem lokið hefur 120 námseininga meistaraprófi sem ráðherra viðurkennir til kennslu á leik,- grunn,- og framhaldskólastigi. Auk þess þarf umsækjandi að búa yfir almennri hæfni, sbr. 4. gr. reglugerð nr. 1355/2022, en til að öðlast þá almennu hæfni skal miða við að lágmarki 60 námseiningar í uppeldis- og kennslufræði og sérhæfingu skv. 5. gr. laga nr. 95/2019.

FYLGISKJÖL: 
Umsækjendur þurfa að senda inn skönnuð eintök á pdf-formi af prófskírteinum sínum (grunnnámi og meistaranámi) þar sem fram kemur nafn, kennitala og heiti á prófgráðu og yfirliti yfir námsferla. 

Gagnkvæm viðurkenning skv. tilskipun 2005/36/EB - umsækjandi með viðurkennd kennsluréttindi í ríki innan EES eða aðildarríki EFTA 

  • Ríkisborgara frá ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins eða Færeyjum ef viðkomandi leggur fram vottorð um viðurkennd kennsluréttindi í ríki innan svæðisins eða Færeyjum í samræmi við skilyrði tilskipunar 2005/36/EB, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi, með áorðnum breytingum. 
  • Ríkisborgara aðildarríkis stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu í samræmi við skilyrði tilskipunar 2005/36/EB, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi, með áorðnum breytingum, enda leggi viðkomandi fram vottorð um viðurkennd kennsluréttindi í aðildarríki samtakanna. 

FYLGISKJÖL vegna gagnkvæmrar viðurkenningar kennsluréttinda: 
Umsækjendur þurfa, auk staðfestra afrita á pdf- formi af prófskírteinum og yfirliti yfir námsferla að skila inn: 

  • Vottorði frá lögbæru stjórnvaldi um viðurkennd kennsluréttindi í ríki innan svæðisins eða Færeyjum í samræmi við skilyrði tilskipunar 2005/36/EB, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi, með áorðnum breytingum, sbr. 11. gr. laga nr. 95/2019. Vottorðið má ekki vera eldra en þriggja mánaða. 
  • Staðfestu ljósriti af þarlendu starfsleyfi (ef það er til staðar). 
  • Ljósrit af vegabréfi til að færa sönnur á ríkisfangi. 
  • Upplýsingum um sviptingu, takmörkun, afturköllun starfsleyfis eða önnur slík viðurlög vegna alvarlegra brota í starfi eða mistaka (Letter of Good Standing). Gögn mega ekki vera eldri en þriggja mánaða samkv.  lög nr. 26/2010. 
  • Jafnframt þarf að skila inn frumgögnum á öðrum tungumálum en ensku og þýðingu löggilts skjalaþýðanda á íslensku eða ensku. 

Umsækjendur sem sækja um gagnkvæma viðurkenningu eru beðnir um að tilgreina í athugasemdir í umsókninni að þeir sæki um á þeim grundvelli.  

Menntamálastofnun tekur eingöngu við umsóknum um starfsleyfi kennara ásamt fylgiskjölum rafrænt hér á heimasíðu stofnunarinnar. Umsækjandi þarf að eiga rafræn skilríki eða Íslykil. 

Hægt er að nálgast rafræn skilríki hér  

Íslykil er hægt að nálgast hér 

Ekki er tekið við umsóknum né gögnum í gegnum tölvupóst. 

Fyrirspurnir um starfsleyfi kennara má senda Menntamálastofnun í tölvupósti á [email protected]  

Nýútskrifaðir nemendur -  MT/ M.Ed í leik/grunnskólafræðum sækja starfsleyfi kennara rafrænt á island.is  

Afrit af eldri leyfisbréfum - sendið póst á [email protected]

Rafræn umsókn

 

Leyfisbréf náms- og starfsráðgjafa 

Sendið fyrirspurn á [email protected]. Símanúmer er 514-7500.  

Lög um náms- og starfsráðgjafa nr. 35/2009 

Leyfisbréf bókasafns- og upplýsingafræðinga 

Lög um bókasafnsfræðinga nr. 97/1984 

Rafræn umsókn