1. Home
  2. Hvernig er hægt að nýta niðurstöður HLJÓM-2?

Hvernig er hægt að nýta niðurstöður HLJÓM-2?

Þar sem flestir leikskólar eru að leggja HLJÓM-2 fyrir um þessar mundir er vert að minna á mikilvægi þess að rýna í niðurstöður og nýta þær til að auka gæði leikskólastarfs.

Hér má finna talglærur með ýmsum upplýsingum varðandi HLJÓM-2, þar á meðal hvernig hægt er að nýta niðurstöðurnar.

Hér má finna hugmyndabanka, sem kemur frá leikskólum vítt og breitt af landinu, með fjölbreyttum hugmyndum um hvernig hægt er að vinna með hljóðkerfisþættina.

Og síðast en ekki síst má hér finna útskýringar á hvað HLJÓM-2 er og hvað það metur. Hægt er að nálgast útskýringarnar á íslensku, ensku og pólsku og er kjörið að nýta þær til að fara yfir með foreldrum og þá sérstaklega foreldrum barna með íslensku sem annað tungumál.

skrifað 16. SEP. 2019.