1. Forsíða
  2. Námsefni
  3. Leikur að orðum 1, 2 og 3

Leikur að orðum 1, 2 og 3

Open product
  • Author
  • Rannveig Löve og Þóra Kristinsdóttir
  • Media
  • Ólöf Knudsen
  • Product id
  • 2811
  • Age level
  • Yngsta stig
  • Release date
  • 2008

Námsefnið Leikur að orðum 1, 2 og 3 er eftir Rannveigu Löve og Þóru Kristinsdóttur og miðast við að þjálfa nemendur í undirstöðuatriðum lestrar. Verkefnin henta vel börnum sem þurfa markvissa innlögn á hljóðum og stöfum og mikla endurtekningu. Efnið kom fyrst út í byrjun áttunda áratugarins og vegna mikillar eftirspurnar er það aðgengilegt á vef. Þjálfunaratriði verkefna í hverju hefti eru tilgreind og geta kennarar þá valið verkefni við hæfi nemenda og prentað út.

1. hefti
Leikur að orðum, 1. hefti miðast við að búið sé að kenna undirstöðuatriði lestrar, svo sem hljóð, heiti bókstafanna og einföldustu tengingu. Efnið má nota án tengsla við aðrar lestrarkennslubækur, það hentar byrjendum og þeim börnum sem eiga við lestrarörðugleika að etja.

2. hefti
Leikur að orðum, 2. hefti er sjálfstætt framhald af fyrsta heftinu og er markmið þess að undirbúa barnið enn frekar undir að takast á við samhljóðasambönd. Í heftinu er málfræðikunnátta sem börnin búa yfir treyst með einföldum æfingum, t.d. eintala og fleirtala, greinir og mismunandi beygingarmyndir orða, án þess þó að orðið málfræði sé nefnt.

3. hefti
Leikur að orðum, 3. hefti er þyngra en fyrri heftin tvö, m.a. vegna þess að nú eru samhljóðasamböndin æfð. Þessu hefti er einnig ætlað að gegna því hlutverki að æfa börnin í að lesa í hljóði og vinna sjálfstætt, þó ekki án handleiðslu. Til þess að kennari geti auðveldlega séð hvort börnin hafi lesið og skilið það sem þau lásu fylgja létt verkefni til úrlausnar.

Um höfunda
Höfundar námsefnisins Leikur að orðum, Rannveig Löve og Þóra Kristinsdóttir, eru á meðal brautryðjenda í lestrarkennslu hér á landi. Um er að ræða þaulreynda námsefnishöfunda og kennara sem héldu um árabil fjölmörg námskeið í lestrarkennslu. Þóra kenndi auk þess í mörg á við Kennaraháskóla Íslands þar sem hún var dósent í lestrarfræðum.