Menntamálastofnun og Menntavísindasvið Háskóla Íslands boða til opins kynningarfundar um niðurstöður PISA könnunarinnar sem gerð var árið 2018.
Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 3. desember 2019 í húsakynnum Háskóla Íslands við Stakkahlíð (fundarsalnum Bratta) og hefst kl. 14:30. Skýrsla um niðurstöðurnar verður birt á vef Menntamálastofnunar að morgni sama dags.
Á fundinum munu sérfræðingar kynna niðurstöður, greina þær og kynna tillögur að mögulegum framfaraskrefum. Þá mun mennta- og menningarmálaráðherra ávarpa fundinn.
Fundinum verður streymt en hægt er að fylgjast með honum hér.