PISA

Þann 1. apríl sl. tóku gildi ný lög um Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Um er að ræða nýja þjónustu- og þekkingarstofnun sem starfar í þágu barna og ungmenna á sviði menntamála. Stofnunin þjónustar leik-, grunn- og framhaldsskóla um land allt með áherslu á gæði menntunar og skólaþjónustu. Með gildistöku laganna var Menntamálastofnun lögð niður og færðust ýmis verkefni yfir til mennta- og barnamálaráðuneytisins. Meðal þeirra: Ábyrgð á alþjóðlegum verkefnum, t.d. PISA, EURYDICE og TALIS.


Niðurstöður PISA 2022

Skýrsla um niðurstöður íslenskra nemenda í PISA 2022