Á vegum Menntamálastofnunar fóru 26 grunnskólar í ytra mat árið 2019. Eftirfarandi skýrslur vegna ytra mats á haustönn 2019 eru nú aðgengilegar á vef stofnunarinnar:
Árskógarskóli, Breiðdals-og Stöðvarfjarðarskóli, Giljaskóli, Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar, Hríseyjarskóli, Hvaleyrarskóli, Njarðvíkurskóli, Smáraskóli, Víðistaðaskóli, Varmárskóli og Öxarfjarðarskóli.
Umbótaáætlun hvers skóla mun birtast þegar hún hefur borist Menntamálastofnun.